Elli - Erlingur Jón Valgarðsson
2001
Hann er Akureyringur. Í fjörutíu ár hefur hjarta hans slegið í takt við bæjarsálina. Hann er í ljósum jakka og dökkum buxum og gengur fram hjá Sjallanum. Degi tekið að halla og léttir skuggar líða yfir andlit hans. Hann lætur hugann reika, hann á minningar úr Sjallanum einsog svo margir. Sjómannsstyttan, hugsar hann þegar hann gengur fram hjá Búnaðarbankanum, hvar er hún? Augu hans leita upp eftir áður óþekktum risa sem gnæfir yfir torgið.