Email Facebook Twitter

Heidi Strand

Aftur í listamann

Opnun WQC í Nagoya

Heidi Strand

2005


Um verkið

Heill hópur af fínimennum Nagoya, m.a. varaborgarstjórinn, kom til þess að opna sýninguna formlega. Erlendu gestirnir voru frá Danmörku, Kanada, Íslandi, Taívan og Bandaríkjunum. Allir voru kallaðir upp með nafni og svo komu dragtklæddar konur með skæri og hanska handa öllum. Nær 40.000 manns sóttu sýninguna og sýnd voru verk frá 21 ríki auk Japans. Sýningin var haldin í Nagyoa Dome, risastórri hornaboltahöll sem var full af textíl. Stærsta verkið var um 70 x 50 metra stórt friðarteppi, unnið af rúmlega 10.000 manns frá 15 löndum.