Email Facebook Twitter

Arna Valsdóttir

Aftur í listamann

Ögn í lífrænni kviksjá 2

Arna Valsdóttir

2005

Innsetning


Um verkið

Nýlistasafnið Vetrarhátíð 2005. Á síðustu árum hef ég þróað innsetningarverk sem ég kalla ,,Ögn í lífrænni kviksjá? en þar vinn ég með einfaldan tæknibúnað í tilteknu rými. Sú tækni sem ég nota byggir á því að ég skapa sama umhverfi og er inni í kviksjánni eða kaleidoscopinu sem maður lék sér með sem barn nema hvað ég þen það upp í stærra rými sem manneskjan getur gengið inn í og verður hún þá um leið ögnin sem breytir þeirri mynd sem við sjáum. Lífræna kviksjáin er ferlisverk sem ég hef sett upp í mismunandi rýmum og breytist það og þróast eftir því hvaða rými það hittir. Hvert rými sem það mætir gefur því nýtt form og ég sé það frá nýjum og oft óvæntum sjónarhornum