Bjarni Helgason
2008
Verkið er nútímalandslagsmynd þar sem leitast er við að gera hið hversdagslega framandi og það kunnuglega spennandi með því beina sjónum áhorfandans að borgarlandslaginu sem líður hjá okkur án þess að við veitum því eftirtekt. Verkið eru unnin úr skjámyndum úr myndskeiðum sem tekin eru á stafræna myndbandstökuvél. Annars vegar myndskeið sem tekin eru á ferð og hins vegar af viðfangsefnum sem hreyfast. Skjámyndunum er síðan raðað saman eftir reglum naumhyggjunar þar sem einfaldleiki, endurtekningar, taktur og hljómræn heild eru markmið myndsköpunarinnar.