Sari Maarit Cedergren
2013
Innsetning
Innsetning í glugga. Í verkinu skoða ég áhrif samskipta fólks í millum sem og áhrif forvitninnar á samskiptin. http://undirberumhimni.is/listaverk/195-Litid-ut-um-ljora/ http://undirberumhimni.is/ Undir Berum Himni er útisýning nær eitt hundrað innlendra og erlendra listamanna í almannarýminu í Þingholtunum og Skólavörðuholtinu. Sýningin spannar þverskurð af íslensku listalífi og býður einstakt tækifæri til að berja augum afurðir margra af þekktari myndlistarmönnum þjóðarinnar og nokkurra sem eru að stíga fyrstu skrefin á grýttri braut listarinnar. Hér má skyggnast inn í margbreytilegan heim nútímalista, enda koma listamennirnir úr öllum geirum myndlistarinnar og fæstir sýna venjulega undir berum himni. Aldrei hafa fleiri myndlistarmenn sýnt saman á útisýningu hér á landi.