Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Sortnun / Blackened 1b – Portrait

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2018

Akrýlmálverk Akrýllitir


Um verkið

Andlit og drættir þess geta sagt svo ósköp margt, en hér beinast öll spjót að áhorfandanum sjálfum ásamt því umhverfi sem myndin er í. Útlitið er oftast hvað jafn síbreytilegt í nær endalausu litrofi og skuggum sem svart flæðið grípur og drekkur í sig. Mynd nr. 2 í einstökum, kryptógenískum stíl (cryptogenics) þar sem svart er málað á svart og málningin skúlptuð til að mynda relief í tiltölulega dínamísku ferli þar sem hröð þornun akrýlsins virkar sem sterkur hvati. Útkoman er vægast sagt sérstök og má fullyrða að styrkur slíkur myndverka sé töluverður þar sem listsköpunin öðlast líf eða tilvist að vissu leyti; ekki einungis sem mynd af einhverju sérstöku, öllu heldur sem listmunur á eigin vísu. Segja má að hugmyndin hafi fæðst við störf, nám og leik í Hollandi á árunum ‘95 til 2000, en viss tilraunakennd þróun átti sér stað í Nekron Art listasmiðjunni í smáborgunum Schiedam og Zoetermeer á árunum 2003 til 2013. Sýningar og gjörningar voru haldnar undir berum himni og málað með spjótum, sverðum, svipum, keðjum og jafnvel berum höndum við varðeld þar sem náttúran átti stóran þátt í hverri útkomu fyrir sig. Þó fágætar afurðir þess tímabils séu með öllu horfnar í uppgjöri aðstæðna og breytinga, þá situr djúpstæð reynslan eftir og krefst þess að esóterísk listsköpun öðlist líf á nýjan leik.