NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson
2018
Akrýlmálverk Akrýllitir
Ein af þremur Gorgon systrum, bannfærð af Aþenu og afhöfðuð af Perseusi samkvæmt annálum grískrar goðafræði; neðansjávardísin Medúsa hefur reynst verðugt viðfangsefni margra listamanna gegnum tíðina, hvort sem í líki myndlistar, högglistar eða skreytinga. Hér er hún uppfærð í nýstárlegum stíl Sortnunar og leitast við að ná fram stjörfu augnaráði hennar sem átti að breyta þeim í stein er litu í. Sem þriðji þáttur í seríunni og þar með unnin tiltölulega snemma á ferlinu, má segja að myndin hafi tekist vonum framar, en form og dýpt relief stílsins náðu því takmarki að mynda verk sem virðist lifna við þegar það er nálgast. Medúsa rís úr skugganum og verður þess valdandi að áhorfandi er ‘bergnuminn‘, þó ekki nema stutta stund… Medúsa var sýnd og samstundis seld á samsýningunni Torg / Listamessa í október 2018.