NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson
2018
Akrýlmálverk Akrýllitir
Svartur óður til ástarinnar og tæknikunnáttan útfærð skrefinu lengra þar sem andlitin öðlast tilfinningakennd og persónuleg blæbrigði. Myndverkin voru lögð saman og unnin í sameiningu til að mynda sambærilega heild. Lagt var upp úr að nýta miðilinn til að öðlast tiltölulega stjórn á flæðinu; jafnframt ná fram ráðandi persónuleika myndefnisins ásamt töfrandi einkennum tækninnar í táknrænum smáatriðum. Verkin tvö eru af mjög svo persónulegum toga og fjalla um andstæður aðskilnaðar og sameiningar, en aðgerðum var þannig háttað að þær passa saman á ákveðin hátt sem almennilegt diptych/tvíeyki. Myndunum var hampað stuttlega á síðasta degi sýningarinnar „Torg – Listamessu“ á Korpúlfsstöðum í október, 2018.