NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson
2011
Akrýlmálverk Akrýllitir
Mannslíkaminn sem innsiglað landslag, en hér færast áherslur á dýpt og fókus þar sem ásjóna viðfangsins öðlast minna vægi. Annar hluti fyrri syrpu seríunnar og grænt litróf fyrir valinu, enda ákveðið að vinna þeim mun meir inn í liti og form til að frelsast undan því sem er oft fyrirfram gefið í annaðhvort uppsetningu eða aðferðum. Verk fjögur til sex voru unnin í fyrrum listasmiðju Nekron Art í Zoetermeer, Hollandi og hafa verið sýnd við margvísleg tækifæri á undanförnum árum…