Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Trapped (föngun) – VII to IX

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2014

Akrýlmálverk Akrýllitir


Um verkið

Þriðja atlota seríunnar og andlitinu sleppt alfarið, en þá einblínt á uppsetningu og endurskipulag sundurliðaðs mannslíkamans þar sem jafnframt er unnið í strigann og tæknin látin flæða hispurslaust og óhindrað eftir forminu. Rautt litróf ræður mónókrómísku blæbrigði myndefnisins og heildartölunni ‘9‘ náð í fyrstu þrennu. Aðferðafræðin var færð skrefinu lengra með auknum áherslum á lýsingar og endurspeglun, en þar með vöknuðu spurningar sem eflaust verður ekki svarað fyrr en í seinni lotu þar sem unnið verður með stærri striga, þó á svipuðum nótum… Þríeykið var unnið í listasmiðju Nekron Art við Bæjarhraun í Hafnarfirði og afköstin sýnd á opnun og einkasýningu vinnustofunnar ásamt samsýningum í húsakynnum Anarkíu/Gallerí Gáttar í Kópavogi á árunum 2017/2018.