Email Facebook Twitter

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

Aftur í listamann

Hin I - Philip

NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson

2018

Akrýlmálverk Akrýllitir Pastellitir


Um verkið

Sú fyrsta í nýstárlegri seríu þar sem tæknilegar framfarir, tilraunir og meira að segja skopskyn höfundar mynda nokkuð skælda þrenningu lifandi myndlistar. Verkið var unnið tiltölulega hispurslaust í anda hugsmíðahyggjunnar (constructivism) og jafnvel í áttina að and-húmanískum töfrum ‘afbyggingarkenningar‘ (deconstruction) þar sem hvert smáatriði skiptir jafn miklu máli og heildin. „Að gera er að læra“ og nýjar uppgötvanir við hvert fótmál, en takmark myndlistarinnar er að brjóta niður hindranir og nýja múra sem myndast í hverju verki á eigin vísu. Hér er saga sögð á ljóðrænu myndmáli og undir hverjum sjáanda hver hún er, og hvaða þýðingu hún hefur að bera.