NEKRON / Diðrik Jón Kristófersson
2019
Akrýlmálverk Akrýllitir Pastellitir
Þar sem er hreyfing er líf við hvert fótmál, en heimspekilegar kenningar þéttast samfara stíl og stærileika þá er viðfangsefnið lifnar við á striganum. Hér var einblínt á þrívíða endurbyggingu formsins í rýminu og flæðinu fylgt, ásamt litrófi, í þaula þrátt fyrir margvíslegar hindranir sem þurfti að yfirstíga. Myndin er ívið ljósari en forveri hennar (Philip) og spurning hvernig til takist í þriðju tilraun… Lesa má í hverja línu og óvíst hvort heildarmyndin, eða sagan, skýrist fyrir þeim sem á líta, en hér kemur samfélagsleg tenging hugsmíðahyggjunnar til skjalanna og mun mikilvægara – samkvæmt formúlunni – að áhorfandinn eigi þátt í að skapa þá sögu sem á sér stað á hverju augnabliki.