Guðrún Nielsen
2018
Umhverfisverk Timbur
Í nærmynd af fjallasýn er verkið Skriður en heiti þess gefur til kynna myndefnið, ruðningur efnis í endurvinnslu nútímans, erfitt yfirferðar gangandi manni, en leikur þeirra sem á gröfunni sitja. Á þessu fyrsta stigi endurvinnslunar má enn greina fortíð efnisins í brotunum og niðurrifinu s.s. pallettur, rammar, sperrur. Einmanna ljósastaur stendur vaktina og gefur myndefninu skala og dýpt en þar að auki hægir hann flæði timbursins á vegferð þess. Aldís Arnardóttir skrifar 2018 „Guðrún staldrar við þetta andartak umbreytingar, dvelur um stund við stöðu ferlis sem er á hægfara skriði“ þessa andstæðu hefðbundnu fjallanna sem allir þekkja.