Um listamanninn
Ég mála og þrykki á bómull, viscose, silki og hör. Textíll í híbýlum manna. Nytjalist er mér efst í huga og allt sem ég læt frá mér er þvottekta og ljósekta. Gluggatjöld og púðar fyrir leikherbergi vegalausra barna á vegum Barnaheilla, unnið með vistmönnum 1996. Vil gjarnan vinna með arkitektum t.d. sem teikna leikskóla og aðrar stofnanir fyrir börn. Hef einnig unnið myndverk í textíl auk allra nytjahlutanna s.s. rúmteppi, sængurver, silkitrefla og fleira fyrir alla aldurshópa.