Email Facebook Twitter

Arthur Ragnarsson

28.12.1958

Arthur Ragnarsson

Um listamanninn

Arthur Ragnarsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og að lokinni útskrift árið 1981 flutti hann erlendis þar sem hann hefur verið síðan. Arthur á langan starfsferil að baki sér í menningu og listum. Samhliða hefur hann haldið myndlistarsýningar, tekið þátt í samsýningum og alþjóðlegum listaviðburðum. Arthur snýr sér ídag heilshugar að myndlistinni og er í samvinnu við gallerí og sýningastaði í Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og á Íslandi. Arthur Ragnarsson fékk sem ungur að horfa á teiknimyndirnar í Kanasjónvarpinu og seinna var hann upptekinn af myndskreyttum sögum og teiknimyndablöðum. Þessi sjónrænu áhrif frá uppvextinum koma skýrt fram í vinnubrögðum listamannsins. Arthur vinnur aðallega í grafít og akrýl á striga, og stöku sinnum í skúlptúr og ready-mades. Sjá má skyldleika með myndverkum Arthurs og abstraktlist síðustu aldar og þá helst til súrrealistanna og tilrauna þeirra til að nálgast undirmeðvitundina í ósjálfráðum teikningum.

Menntun


Einkasýningar


Samsýningar

2008
Scandinavian Fancied