Um listamanninn
Oddrún Pétursdóttir er fædd í Reykjavík 1960. Hún ólst upp í Hafnarfirði. Hún lauk prófi í Tækniteiknun frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1978.
Oddrún lauk fornámi frá Myndlistarskólanum á Akureyri 1986 og útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands.
Oddrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á undanförnum árum.
Oddrún vinnur verk sín með blandaðri tækni, aðallega akrýl og klippimyndir á pappír og striga. Verkin eru expressionisk og abstrakt með ívafi af popplist.
Á námsárum sínum hreifst Oddrún af svo ólíkum listamönnum sem Caravaggio, Van Gogh, Basquiat og Tapies svo að nokkrir séu nefndir. Af íslenskum listamönnum má nefna Daða Guðbjörnsson. Að loknu námi kom nokkurt hlé á myndlistariðkun, en hún hefur verið að koma meira fram á sjónarsviðið með verk sín á undanförnum árum.
Einkasýningar:
Hellisgerði í Oddrúnarbæ
Kaffihúsið í Nauthólsvík
Veitingahúsið Á næstu grösum, 1995.
Samsýningar:
Hafsauga, um borð í Akraborgarferjunni 1991
Litir ættbogans 2009, Miðstöð símenntunar, Hafnarfirði
Fimm í Firðinum, Gallerý Fjörður, Hafnarfirði.
Torg Listamessa 2018 - 2019