Um listamanninn
Ég hef unnið jöfnum höndum í grafískri hönnun og málun. Málverkin eru einskonar andlegt ferðalag þar sem viðfangsefnið hefur löngum verið goðsögnin um svaninn, þar sem ég sækist eftir birtu, innri kyrrð og hvíld og samhljómi í tilverunni.
Ég vann um árabil á auglýsingastofum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð og tók að mér ýmis verkefni, s.s. auglýsingar, bæklingagerð, uppsetningu á sýningum, myndskreytingar og merkjagerð og fékk nokkrar tilnefningar til Ímark-lúðurs fyrir merki.