Um listamanninn
,,Þekki til gamals handverks, torfbyggingalistar og baðstofugerða af ýmsum tegundum. Ennfremur til hofa, hinna fornu lunda, heimilin sem grundvallar alheimur. Er einnig þokkalega vel að mér í ýmsum sögum og sagnalist og það að kveða og segja sögur er mér skemmtun og gleðigjafi. Ég legg áherslu á þau grundvallar elimennt í starfi mínu sem listamaður á ýmsum sviðum, að leita að því sem gefur okkur mönnum samkennd og skilning á sjálfum okkur og samskiptum við náttúruna og aðrar verur. Þingið, baðstofan, söngdansarnir og tjáskipti almennt eru höfuðatriði í mínum heimi þessa dagana."