Um listamanninn
Birta Guðjónsdóttir er myndlistarmaður og sýningastjóri, búsett í Reykjavík og Berlín. Birta er sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2019. Birta starfaði sem deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands 2014-2018 og stýrði sem slík yfir 20 sýningum. Árið 2015 var hún sýningarstjóri Momentum 8 – Norræna tvíæringsins í samtímamyndlist í Moss, Noregi og árið 2013 var hún gesta sýningarstjóri Norræna myndlistarþríæringsins í Listasafninu í Eskilstuna í Svíþjóð.
Birta hefur sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri stýrt yfir 20 sýningum í borgum s.s. Basel, Berlín, Boden, Kaupmannahöfn, Osló, Melbourne, New York og St. Pétursborg, auk margra listasafna og listrýma á Íslandi.
Birta starfaði sem safnstjóri Nýlistasafnsins (2009-2011), sem listrænn stjórnandi sýningarrýmisins 101 Projects (2008-2009) og sem sýningastjóri í SAFNi, samtímalistasafni (2005-2008), í Reykjavík, auk þess sem hún rak eigið heimagallerí; Gallerí Dverg (2002-2013).