Um listamanninn
Í verkum mínum reyni ég að skoða sambandið á milli notagildis og tjáningu. Nytjahlutir eru hluti af okkar daglega lífi, við vitum hvernig á að nota þá með lífsreynslu okkar. Ég reyni að brjóta upp þetta samband með því að hanna hluti sem tjá lífið á sama hátt og sjálfið í rýminu.
Í verkum mínum reynir ég að skapa samspil á milli einfaldsleika, hversdagslífs og náttúru í mismunandi formi og litum út frá raunveruleikanum og/eða draumaheimi mínum.
Glerjungurinn sem ég nota er mattur og virðist liggja utan á verkinu eins og sandur, ég glerja oft tvisvar, jafnvel þrisvar og brenni hlutinn jafnoft til að ná fram dýpt í litnum, má segja að ég vinni þetta svolítið eins og málari. Þannig gefur glerjungurinn verkinu sérstakan blæ, í raun hef ég áhuga á að ytri húð verksins gefi okkur hugboð um að formið gæti enn vaxið og veðrast með tímanum.
Formið lifir og þroskast, við eigum að geta séð fortíðina og framtíðina speglast í því.
Glerjungurinn er brenndur 980°C og er uppskriftin að sjálfsögðu leyndarmál.