Email Facebook Twitter

Halldór Pétursson

01.01.1916

Halldór Pétursson

Um listamanninn

Halldór Pétursson fæddist 26. september árið 1916 að Túngötu 38 í Reykjavík. Hann var sonur Ólafar Björnsdóttur og Péturs Halldórssonar borgarstjóra. Halldór byrjaði mjög ungur að teikna og snemma ljóst hvert hugur hans stefndi. Hann varð fljótt landsþekktur fyrir teikningar sínar. 
    Hann myndskreytti fjölda bóka og rita. M.a. myndskreytti hann Spegilinn frá árinu 1947 og teiknaði forsíður á Vikuna. Halldór hafði mikinn áhuga á hestum og voru hestamyndir eitt af ,,vörumerkjum" hans. Einnig var hann frábær skopmyndateiknari. 
    Meðal frægustu teikninga hans eru eflaust myndaröð vegna heimsmeistaraeinvígisins í skák 1972 og þorskastríðsmyndir. Þær voru birtar út um allan heim. 
    Halldóri veittist einstaklega létt að teikna og var mjög snöggur, hann hafði sérlega gott sjónminni og gat teiknað eftir á með ótrúlegri nákvæmni. Hann málaði einnig með olíulitum og vatnslitum þó þekktastur væri hann fyrir teikningar sínar.
Halldór lést í Reykjavík 16. mars 1977.

Menntun


Einkasýningar


Samsýningar


Umfjöllun

1980
Halldór Pétursson, myndir. Útg. Prenthúsið b

Listatengd störf eða verkefni

1974
Helgi skoðar heiminn. Halldór teiknaði myndi
Bókaútgáfa
1966
Hófadynur. Útg. Litbrá.
Bókaútgáfa
1943
Bjó til 18 gerðir af styttum m.a. af víkingum
Ýmislegt
1938-1940
Rak eigin auglýsingastofu ásamt Ágústu systur
Auglýsingagerð
Grundarfjarðarkirkja og Garðakirkja á Álftane
Altaristöflur
Hannaði gömlu íslensku peningaseðlana
Hönnun
Merki Flugfélags Íslands
Hönnun
Teiknaði í fjölda bóka og tímarita, m.a. Speg
Myndskreytingar í tímarit, blöð og bækur
Merki Rafmagnsveitu Reykjavíkur
Hönnun
Merki Reykjavíkurborgar
Hönnun
Frímerki
Hönnun