Email Facebook Twitter
Þóra Breiðfjörð

Um listamanninn

Ég hef unnið sem giggari eða sjálfstætt starfandi að list minni síðan 2005 auk myndlistarkennslu aðallega við Myndlistaskóla Kópavogs og Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem ég starfa núna. Ég hef komið að rekstri gallería í miðbæ Reykjavíkur í samstarfi við aðra hönnuði, myndlistarfólk og tónlistarútgefendur; Netagerðin, Skúmaskot og Listakot. Ég starfaði líka um tíma sem forstöðumaður Listagallerís og lífrænnar verslunar á Sólheimum í Grímsnesi. Ég hef tvisvar setið í stjórn Leirlistafélags Íslands eða í samtals fjögur ár þar af eitt sem formaður. Ég hef haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis og staðið að framkvæmd nokkurra þeirra. Sömuleiðis eru verk eftir mig í eigu opinberra aðila m.a. hjá Sjónarhóli sem er ráðgjafasetur aðstandenda barna með sérþarfir.

Menntun

1995-2000
BA Leirlist
1990-1991
Tækniteiknun

Styrkir og viðurkenningar

1994
Viðurkenning

Listatengd störf eða verkefni

2020
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Kennsla
2020-2021
Leirlistafélag Íslands
formaður
2016-2017
Skúmaskot gallerí
Rekstur
2011-2013
Netagerðin work & shop
Rekstur
2007-2009
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Kennsla
2006-2009
Leirlistafélag Íslands
í stjórn
2005-2014
Myndlistaskólinn í Kópavogi
Kennsla
1999-2000
Listakot gallerí
Rekstur

Vinnustofur


Félög