Um listamanninn
Kristín Björk Kristjánsdóttir (f. 1977) er tónskáld og myndlistarmaður. Hún er einn af stofnendum Tilraunaeldhússins sem var vettvangur fyrir tilraunir í tónlist, útgáfa og hugmyndasmiðja sem lagði áherslu á samstarf milli ólíkra listamanna og samruna listmiðla.
Hreyfingin varð til árið 1999 en sólóverkefni Kristínar Bjarkar, Kira Kira spratt upp úr henni í lok sama árs. Hún hefur síðan þá haldið tónleika víða um heim og nálgast lifandi flutning raftónlistar sem myndlistarmaður, þar sem eigin super-8 kvikmyndir og reykvélar koma gjarnan við sögu.
Fyrstu árin spilaði Kira Kira ein en frá árinu 2008 hefur hún hljóðritað og spilað með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, einkum Eiríki Orra Ólafssyni trompetleikara, Samuli Kosminen slagverksleikara, listamanninum Alex Somers og gítarleikurunum Hilmari Jenssyni og Pétri Hallgrímssyni.
Kristín Björk hefur samið tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir, dans- og myndlistarverk. Nýverið lauk hún við tónlist fyrir Minnisblöð úr undirdjúpunum eftir Fyodor Dostoyevsky sem nú er sýnt í Schaubühne leikhúsinu í Berlín.
Kira Kira hefur gefið út 2 plötur, Skottu og Our Map to the Monster Olympics. Sú þriðja kemur hún út á árinu.
????????????????????????????????????????????????????????????????????????
Kristín Björk Kristjánsdóttir (b. 1977) is a composer and an audio/visual artist. She is a founding member of Kitchen Motors, a label and collective based on experiments in music, creative collaboration and the melting-together of art forms. Her solo project, Kira Kira sprang from this collective in year 1999.
Since then she has toured around the world, exploring various approaches to playing electronic music live, often incorporating original super-8 footage and smoke machines.
At first Kira Kira played solo but since year 2008 she has recorded and played with a wide range of musicians, mostly trumpet player Eiríkur Orri Ólafsson, Finnish percussionist Samuli Kosminen and artist Alex Somers as well as guitarists Hilmar Jensson and Pétur Hallgrímsson.
Kristín Björk has composed music for theater, film, dance and art installations. Recently she composed music for Notes From The Underground by Fyodor Dostoyevsky which is currently playing at the Schaubühne Theater in Berlin.
She has released 2 albums, Skotta and Our Map to The Monster Olympics. Her third album will be released this year.