Hefur verið sjálfstætt starfandi fata- og textílhönnuður ýmist í fullu starfi eða með öðrum störfum frá 1993, fyrst í Kaupmannahöfn og síðan á Íslandi. Hefur handmálað ýmsar silkivörur s.s. gluggatjöld, slæður, sjöl, trefla, kjólaefni og fl.
Hefur hannað prjónaflíkur og gefið út prjónauppskriftablað.Vann hönnunarverðlaun fyrir handprjónaða peysu.
Hefur verið faglegur ráðgjafi Ríkiskaupa varðandi fataútboð fyrir ríkisembætti s.s. Ríkislögreglustjóra, Ríkistollstjóra og Fangelsismálastofnun. Var ráðgjafi sömu embætta varðandi einkennisfatnað.
Hannaði útivistarfatnað lögreglunnar og einkennisbúninga á stöðuverði Bílastæðasjóðs Reykjavíkur