Um listamanninn
Ástríða til myndlistar blundaði í mér frá því ég smitaðist af henni fyrir 40 árum. Aldrei hefi ég haft frama eða gróða í huga en ánægð hef ég verið þegar ég hef fengið eitthvað inn fyrir efniskostnaði. Sköpunargleðin hefur líklega ráðið ferðinni. Eftir mig eru rúm 100 málverk, margar teikningar í blýanti, kolum og tússi, nokkrar vatnslitamyndir auk 40-50 grafíkmynda. Síðan 1980 hef ég aðallega fengist við að mála postulín og þar viðhaft óvenjuleg vinnubrögð eftir því sem andinn hefur gefið mér. Hef enga tölu á því hversu mörg verk liggja eftir mig á því sviði en þau eru fleiri en 500 ef naumt er talið.