Um listamanninn
Ég er með BFA í myndskreytingu, Diploma í samtíma málaralist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur og margt fleira sem finna má á heima síðu minni www.jonmagnusson.is
Um myndlistina mína má segja: Ég hef ég einsett mér að vinna mest að því sem ég kýs að kalla „Snapshot painting“ það að fanga augnablikið í málverki. Ég tek myndir á símann, nota hann eins og filmu og framkalla þær í málverki, þannig verða verkin næstum eins og fréttamyndir, eitthvað sem er í gangi núna, skrásetning nútímans, þess sem verður á vegi mínum, fjölskyldu, vinum og fólki sem ég hef áhuga á.