Sleppa leiðarkerfi.
Leiðbeiningar til listamanna
Notendanafn er ávallt kennitala (með bandstriki) og til að byrja með er kennitalan jafnframt lykilorð. Skynsamlegt er að skipta sem fyrst um lykilorð til að koma í veg fyrir að einhverjir óviðkomandi geti átt við síðuna þína. Þegar þú hefur valið þér nýtt lykilorð sendir þú tölvupóst á netfangið umm@umm.is með kennitölu og nýju lykilorði og vefstjórinn færir breytinguna inn.
Þegar þú ert kominn inn hverfur innskráningarglugginn en í staðinn stendur: Velkomin(n) og: Smelltu hér til að skrá þig út. Þá hefur einn liður bæst við á láréttu línuna ofan við gula bekkinn, Mín síða. Þú velur hana og þar getur þú valið um ýmsa hluta síðunnar eftir því hvaða þætti þú telur þörf á að uppfæra. Þegar þú hefur sett nýjar upplýsingar inn velur þú aðgerðina að uppfæra og heldur svo áfram.
Ef á forskráða listanum er ekki að finna nafn skóla, vinnustofu, sýningarstaðar eða annars þess sem þú vilt færa inn í þína ferilskrá þarf að búa til nýja færslu. Þá þarft þú að senda umsjónarmanni vefsins tölvupóst svo hægt sé að búa til nýja færslu byggða á upplýsingunum frá þér. Þetta er gert til þess að staðla færslurnar því það takmarkar mjög gildi leitarvélar ef hlutur er skráður á fleiri en einn hátt í sömu skrá.
Þegar þú hefur lokið þínu ætlunarverki skráir þú þig út af vefnum.
Almennar Upplýsingar Andlitsmynd :
Aðrar upplýsingar
Formatted